Af hverju skjágleraugu?

Í nútímasamfélagi glíma flestallir við sömu örðugleika varðandi skjánotkun. Fáir komast hjá því að líta á skjá daglega og oftar en ekki er það fyrsta verk fólks á morgnanna sem og þeirra síðasta á kvöldin. Þessi þróun sem hefur átt sér stað hefur leitt af sér ýmsa sjónkvilla og svefntruflanir sem hafa stóraukist síðustu ár vegna skjánotkunar. Skjágleraugu sporna gegn þessu vandamáli en notkun þeirra stuðlar að bættri augnheilsu og betri nætursvefni.

Áhugaverð Tölfræði

1. Betri svefn

Skjánotkun fyrir svefn getur haft gríðarleg áhrif á svefnmynstur og melatónín framleiðslu líkamans. 

2. Skjátími

Í nútímasamfélagi er skjátími fólks komin í að meðaltali 7 - 13 klukkustundir á dag. 

3. Augu

Fólk blikkar augunum 66% minna fyrir framan skjá.

4. Aukaverkanir

Um 65% notenda glíma við augnvandamál í kjölfar skjánotkunar og margir augnlæknar hafa miklar áhyggjur af þessari þróun. 

Hvað eru blágeislar?

Umhverfið einkennist af allskyns bylgjum sem flokkast eftir bylgjulengd þeirra. Eftir því sem bylgjulengdin er minni sendir bylgjan frá sér meiri orku sem hefur skaðleg áhrif á heilsu manna. Sýnilegt ljós hefur bylgjulengd á bilinu 380 - 740 nanómetra og tilheyra blágeislar þeim flokki með bylgjulengd uppá 450 - 490 nanómetra. Vegna smárrar bylgjulengdar er því blátt ljós afar orkumikið sem gerir mannsauganu erfitt fyrir að sía geislanna á áhrifaríkan hátt. Blágeisla er að finna allstaðar í kringum okkur bæði í dagsbirtu sem og í ljósgjöfum líkt og snjalltækjum, auglýsingaskjám og led-ljósum. Þessi tegund geisla er mönnum nauðsynleg að vissu marki en of mikið magn getur haft skaðleg áhrif á heilsu fólks. Snjalltæki og aðrir skjáir eiga mikinn þátt í aukinni og óæskilegri skjánotkun sem er stór þáttur í hrakandi augnheilsu manna. 

Algengar spurningar

Af hverju ætti ég að kaupa Skjágleraugu?

Notkun skjágleraugna getur stuðlað að bættri augnheilsu og nætursvefni fyrir alla.

Hvað tekur langan tíma að fá sent?

Visjón styður sig við sendingarþjónustuna Dropp. Þú getur sótt gleraugun á valinn afhendingarstað um land allt 1 - 3 virkum dögum eftir pöntun, eða fengið þau send heim að dyrum.

Hvaðan eru Visjón gleraugun?

Visjón skjágleraugun er afar vönduð vara sem framleidd er á Ítalíu frá grunni.

Hvar fást gleraugun?

Eins og er fást Visjón gleraugu eingöngu á vefsíðu fyrirtækisins.

Er hægt að fá að sækja gleraugun?

Boðið er upp á þann valmöguleika að sækja gleraugun ókeypis í verslun Inney.

Lambhagavegur 13, 

 113 Reykjavík

 Hægt er að sækja á milli 10-12 alla virka daga, Ef það hentar illa ekki hika við að hafa samband.